Project Description
Herragarðurinn sér um að klæða strákana okkar og fylgdarlið á EuroBasket 2017 í Finnlandi. Leikmenn og þjálfarar klæðast sérsaumuðum jakkafötum úr línu Herragarðsins.
Hver og einn leikmaður og starfsmenn í kringum liðið voru mældir upp og var hugsað um öll smáatriði. Valið var efni í bláum lit sem hentar vel til ferðalaga og fóðrið inn í fötunum rautt sem og rauður og hvítur litur notaður í hnappagötin á ermum og á boðung. Fötin eru merkt hverjum og einum leikmanni. Við fötin klæðast svo strákarnir hvítum Stenströms skyrtum með rautt silkibindi og hvítan klút.
Strákarnir eru margir hverjir stórir og hávaxnir og því ekki auðvelt fyrir marga að finna föt af slánni þannig að sérsaumurinn hentar einkar vel fyrir þá.
Það er okkar ánægja að klæða upp landsliðið og vonum að þetta verði hluti af árangursríku móti.